Staðsetja, Útvega, Flokka, Raða og Varðveita
Kristín Eiríksdóttir
Sumarið 2000 — árið sem ég varð nítján ára — kom tvöfaldur Suðurlandsskjálfti, sá fyrri 17. júní en sá seinni þann 21. Þeir mæltust 6,5 á Richter, eða þar um bil, það er mikið, skjálftarnir voru kraftmiklir, allir töluðu um hvar þeir hefðu verið þegar jörðin skalf. Alveg sama hvað fólk var að gera hversdagslega hluti; labba út í sjoppu eða greiða á sér hárið. Sögurnar þvældust í munnunum, breyttust og bættu við sig. Sumir lugu til að gera sína skjálftasögu merkilegri, hversu margir skyldu hafa logið?
Ég laug engu vegna þess að báðar sögurnar mínar voru frekar góðar: 17. júní var ég að skipta um föt í búningsklefanum í kjallaranum undir Elliheimilinu Grund og allt í einu skulfu járnskáparnir á veggjunum og hurðirnar slógust til á hjörunum. Enginn var þarna annar en ég og stutta stund var ég sannfærð um að þetta væru endalokin, að ég myndi andast á Elliheimilinu Grund aðeins átján ára gömul og tilhugsunin var svo fáránleg að ég gleymdi að verða hrædd.
Frá fyrsta degi leið mér eins og ég væri þarna fyrir einhver hræðileg mistök og þrír mánuðir virtust óendanlega langur tími. Deildin sem ég vann á var fyrir fólk á algeru lokastigi, það lá eins og dáið í rúmunum, stjarft, tómeygt og löngu komið út úr heiminum. Morgunvaktin hófst á að ég, ásamt annarri starfsstúlku, skipti um bleiur og klæddi fólkið í föt. Svo var því rúllað í hjólastól fram í setustofu þar sem það var matað á barnamauki eða hafragraut. Áður en ég byrjaði hafði ég annars séð fyrir mér gefandi stundir í tómstundaherbergi yfir útsaumi og kertasmíði eða harmonikkuböll.
Eftir fyrstu vaktina fór ég heim til mömmu og hágrét í eldhúsinu hjá henni, sagðist vorkenna gamla fólkinu svo mikið að ég gæti þetta ekki. Og mér leið þannig á hverjum morgni, eins og með því að mæta væri ég gera hið ómögulega. Mamma sagði að ég hefði gott af þessu, það væri óeðlilegt að ungt fólk hefði enga reynslu af elli, veikindum og dauða. Hér áður fyrr, sagði hún, veslaðist fólk upp í heimahúsum með barnabörnin klifrandi á banabeðinum. Allir sáu lík, hugsaðu þér, kannski færðu að sjá lík!
Eins og það væri eitthvað frábært. Ég skildi ekki þennan málflutning en tók samt mark á honum — eins og flestu sem mamma sagði mér — og þess vegna hélt ég áfram að hjóla í vinnuna með kvíðaverk í maganum. Ég horfði undrandi á jafnöldrur mínar aðlagast starfinu eins og ekkert væri, taka á líkömunum eins og þeir væru hlutir sem þyrfti að færa og minntust ekki á lyktina sem ég vandist aldrei. Hún loddi við nasirnar eftir að ég kom heim úr vinnunni, og líka eftir að ég fór í sturtu.
Meðan ég þvingaði plastskeið með plokkfiski inn fyrir varirnar á gamalli konu starði ég á línurnar í andliti hennar, hvernig þær krossuðust og kvísluðust eins og eitthvert tilviljanakennt mynstur, á húðina og hvernig hún hékk á beinunum í þunnum fellingum, á loðna fæðingarbletti og lifrarflekki. Ég starði á glákuna í augunum og velti því fyrir mér hvar konan væri. Hún er ekki hérna, hugsaði ég, þessi líkami er tómt hulstur, persónan er löngu farin. Og síðan: hvers vegna að ríghalda í þetta hulstur? Ég mundi eftir kettinum mínum sem var lógað eftir að nýrun í honum gáfu sig og síðan hvernig mamma tönnlaðist á að við gerðum honum engan greiða með því að halda honum á lífi.
Svo skammaðist ég mín fyrir þessar hugsanir og hélt að ég væri eitthvað einstök fyrir að hugsa þær.
Eftir nokkra daga var ég farin að þekkja vistfólkið svolítið, ekkert þeirra talaði en ein konan gaf stundum frá sér örlítil hás vein og reyndi að komast úr hjólastólnum. Hún var sú eina sem var bundin föst og í hvert skipti sem maður leit í átt til hennar veinaði hún og rykkti í beltið sem hélt henni. Augun voru galopin og andlitið fullt af tjáningu, næstum eins og hún væri sífellt að spyrja hvert hún væri komin og hvers vegna. Dóttir hennar kom daglega að heimsækja hana og þá var eins og hún róaðist á meðan. Dóttirin var sjálf orðin gömul kona og sat hjá henni góða stund, talaði blíðlega til hennar og hafði væntanlega ekki hugmynd um hvort heyrðist til hennar. En það skipti heldur ekki öllu, ég skildi að það var ekki aðalatriðið. Samt fannst mér þetta svo átakanlegt að stundum þurfti ég að loka mig inni á baðherbergi til að jafna mig eftir að hafa fylgst með þeim. Þegar ég var ekki í vinnunni reyndi ég að hitta vini mína, sitja á Austurvelli í sólinni eins og hinir, skemmta mér um helgar og kynnast kunningjum kunningja, en ég var niðurdregin og alltaf með hugann við næstu vakt.
Eftir þrjár vikur gerðist það svo allt í einu að ég tók — mögulega — mína fyrstu sjálfstæðu ákvörðun. Við vorum að ganga frá matarvögnunum eftir hádegismatinn og ég fór allt í einu. Gekk niður stigann á hæðina fyrir neðan, fann skrifstofu starfsmannastjórans og sagðist ekki geta unnið þarna mínútu lengur, það væri ekki séns. Hún varð reið, sagði mér að snáfa aftur á vakt, ég gæti ekki sagt upp fyrirvaralaust, en ég hristi bara hausinn og lét mig hverfa. Stimplaði mig út og fór í búningsklefann að skipta um föt, þá kom skjálftinn.
Daginn eftir að ég sagði upp á Elliheimilinu Grund útvegaði pabbi mér vinnu sem sundlaugarvörður, fyrst þurfti ég bara að fara á námskeið um skyndihjálp, og þar kynntist ég Sindra. Mig langaði í kærasta en samt held ég ekki að hann hafi komið til greina, ekki þannig. En ég var samt forvitin um hann og örvæntingin í augnaráðinu sem hann sendi mér var nóg til að möguleikinn hvarflaði að mér. Mikið yrði hann þakklátur, hlýt ég að hafa hugsað og þar að auki sárvantaði mig athygli. Ég tók strax eftir því hvað hann var óöruggur með sig og svo sendi hann mér þetta augnaráð, leiftursnöggt, nánast hræðslulegt augnaráð.
Hárið á honum var svart og stuttklippt, undir gulbrúnum augum voru dökkir baugar og tennurnar í honum voru skakkar eins og þær væru alltof margar og svo sást í tannholdið þegar hann brosti. Höfuðið á honum hékk fram af öxlunum og þegar við komum út setti hann alltaf hettuna upp, hún varpaði skugga á andlitið. Ég spurði hann ekki hvað hann væri gamall en vissi samt að hann væri að minnsta kosti tíu árum eldri en ég.
Við vorum þau einu á námskeiðinu sem reyktu og í hléinu fórum við saman út og spjölluðum, hann stamaði á sumum orðunum. Mamma hans var hjartveik, þess vegna var hann á þessu námskeiði. Hann vildi geta hnoðað hana í gang á meðan sjúkrabíllinn væri á leiðinni, ef hún fengi hjartaáfall, sem mér fannst mjög hugulsamt af honum. Allt sem hann sagði var einlægt, næstum barnalegt, og kannski fannst mér hann algerlega kynlaus, gat ekki séð hann fyrir mér sem kynveru og ályktaði þess vegna að við yrðum vinir.
Í einni af þessum sígarettupásum sagði hann mér frá safninu sínu og hætti að stama rétt á meðan. Á meðan varð hann að stoltum ungum manni og útskýrði fyrir mér hvernig hann safnaði ákveðnum hlutum sem hætt var að framleiða, hvernig hann flokkaði og hvað hann væri góður í að búa til pláss með smávegis skipulagi. Það getur verið að mér hafi fundist hann svolítið sætur, að ástríðan sem ég sá glitta í hafi vakið hjá mér einhverjar kenndir. Allavega var það í framhaldi af því sem ég spurði hvort hann vildi bjóða mér í heimsókn og sýna mér safnið. Andlitið á honum ljómaði, hann ætlaði aldrei að geta svarað, orðin sátu föst í hálsinum á honum en hann kinkaði kröftuglega kolli og deplaði augunum hratt.
Einn vinur minn sat á bekk í Hljómskálagarðinum þegar skjálftinn varð, þetta var 17. júní og allt umhverfis hann voru barnafjölskyldur, leiktæki og básar sem seldu gasblöðrur, sleikibrjóstsykur og litríkt plastdót. Hann var að hugsa um að fremja sjálfsmorð. Hugsa sér, þetta var svo fallegur dagur, sólskin, ekki ský á himni og þarna sat hann og vildi drepa sig þegar jörðin fór að skjálfa. Hann sagði mér frá því hvernig hann tengdi skjálftann við sjálfan sig, óttaðist reiði Guðs þrátt fyrir að hafa alltaf verið trúlaus, og bjóst við að jörðin klofnaði í tvennt og hann rynni í faðm Satans þar sem hann ætti heima.
Svo hló hann og sagði þessa sögu öllum sem vildu heyra, hann virtist alltaf svo glaðvær meðan hann talaði um þunglyndi sitt og við tókum hann þess vegna aldrei alvarlega. Trúðum honum ekki alveg og reiknuðum með að þetta tal væri eins og þegar unglingar safna plötum eða hengja upp plaköt til að skreyta persónu sína og skilgreina sig frá öðrum. Myrkrið væri eins og sérsniðin jakkaföt sem hann klæddist meðan persónusköpunin átti sér stað.
Ég veit ekki hvers vegna ég sagði frá þessu meðan við gengum saman frá húsinu þar sem skyndihjálparnámskeiðið var haldið og heim til Sindra. Sennilega vegna þess að ég hugsaði mikið um þennan vin minn og var í rauninni áhyggjufull. Frásögnin virtist koma óþægilega við Sindra, hann þagnaði og átti í vandræðum með sig. Kannski var hann ekki vanur því að heyra fólk tala eins og ég gerði, opinskátt og örlítið háðuglega um eitthvað jafn alvarlegt og sjálfsmorð. Allavega beit ég mig í vörina og sá eftir að hafa sagt þetta, spurði hvar hann hefði verið.
Uh, sagði hann og stamaði lengi, hei-hei-heima hjá mér eins og venjulega, en þessi vinur þinn, hélt hann áfram, af hverju vill hann fremja sjálfsmorð?
Ég veit það ekki, sagði ég hálfhlæjandi, vegna þess að hann er þunglyndur en ég held samt að hann tali bara svona, ég átta mig ekki á því …
Mamma var að koma úr baði þegar fyrri skjálftinn kom og rann til svo hún datt og brákaði á sér úlnliðinn, sagði Sindri. Svo rak hún höfuðið í baðkarsbrúnina, rotaðist og er ennþá með glóðarauga, alveg svart.
Æ, sagði ég og tók eftir að hann var skömmustulegur þegar hann sagði frá þessu, næstum eins og hann hefði sjálfur hrint henni.
Ég var niðri að taka til eftir skjálftann, dótið hrundi í gólfið og ég var svo upptekinn af því, þetta var mjög óþægilegt, skilurðu. Að allt skyldi fara út um allt og hlutir brotnuðu, eins konar áfall … svo þegar ég kom upp í kvöldmat fann ég hana, hún lá bara þarna á gólfinu og fyrst hélt ég að hún hefði fengið hjartaáfall. Þess vegna fór ég á þetta námskeið, til að vita hvað ég á að gera ef eitthvað kemur fyrir mömmu.
Sindri bjó með mömmu sinni í einni af stóru blokkunum í Sólheimum. Ég hafði oft tekið eftir þessum blokkum og fundist þær svolítið óhugnanlegar, hvernig þær standa stakar og gnæfa yfir öllu í kring. Mamma hans átti íbúð á jarðhæð og Sindri bjó í kjallaranum sem var eitthvað svo dapurlegt. Ef maður á annað borð bjó í svona blokk ætti að minnsta kosti að vera fallegt útsýni. En út um litla gluggann hans Sindra sást ekkert nema bílastæðið og runnar í fjarska. Meðfram veggjunum voru hillur sem náðu upp í loft og meðfram hillunum staflar af kössum. Íbúðin líktist miklu frekar geymslu en íbúð og til þess að komast að litlum sófa í stofunni þurfti ég að ganga eftir stíg sem var eina gólfplássið sem ennþá var autt. Við hliðina á stofunni gerði ég ráð fyrir að væri svefnherbergi og Sindri sagðist nota eldhúsið og baðherbergið hjá mömmu sinni. Hann fór upp og lagaði kaffi og á meðan blaðaði ég í tímaritum sem lágu á gólfinu við sófann, skoðaði dálk um hárgreiðslur fyrir karlmenn frá 1973. Ungir alvörugefnir menn með passíuhár eða permanent virtust koma auga á eitthvað í fjarskanum. Blöðunum var raðað í tímaröð og þegar vantaði í safnið hafði Sindri sett skærbleikan stick it miða á milli: A.T.H. útvega tölublað nr. 12 árg. 1984. Stafirnir voru hlykkjóttir og skrítnir, eins og gömul skjálfhent kona hefði skrifað þá. Hann kom niður með kaffið, rétti mér bolla og fór svo strax aftur.
Allt í einu mundi ég eftir geymslunni undir raðhúsi foreldra minna, hvernig allt hafði hrunið úr hillunum á gólfið og mamma eytt heilum degi í að taka til eftir skjálftann. Ég horfði á smádótið á hillunum, kassana sem stóðu hver ofan á öðrum á gólfinu og sá fyrir mér hvernig svona herbergi hlyti að hafa farið í rúst.
Þegar hann kom aftur inn í stofuna til mín hélt hann á möppu sem geymdi þurrkuð blóm. Allar blómategundir sem vaxa á Íslandi, fullyrti hann, og ég skoðaði litlu skrælnuðu blöðin klesst bak við glæra filmu. Tegundarheitin voru skrifuð undir blómin með sömu undarlegu skriftinni.
En ótrúlega flott að sjá allar tegundirnar svona hlið við hlið, sagði ég og sá strax hvað hann gladdist af áhuganum. Hvenær byrjaðirðu að safna blómum?
Hann sagðist hafa byrjað á því þegar hann var pínulítill, blómasafnið væri fyrir löngu fullbúið. Þá spurði ég hvers vegna og hann svaraði eins og hann hefði undirbúið sig sérstaklega fyrir spurninguna.
Vegna þess að ég hef gaman af ferlinu, að staðsetja, útvega, flokka, raða og varðveita. Hann var alveg hættur að stama og talaði hátt meðan hann mjakaði sér um þröngt rýmið og leitaði að einhverju sem hann vildi sýna mér, reyndi sennilega að reikna út hverju ég hefði gaman af.
Og þetta er ekkert dýrt, sagði hann, ég fæ sjaldnast áhuga á dóti sem kostar mikla peninga. Eitt árið, til dæmis, másaði hann meðan hann dró kassa undan öðrum, safnaði ég umbúðum af örbylgjurétti sem mamma var hrifin af. Hann opnaði kassann, ég leit ofan í og sá plastbakka sem voru þvegnir og pressaðir snyrtilega saman til þess að þeir tækju sem minnst pláss. Á bakkana hafði hann skrifað dags- og tímasetninguna þegar innihaldið var borðað.
Ég ætla ekki að sýna þér það en auðvitað safna ég líka ógeðslegri hlutum, eins og skeggstubbum, nöglum, augnhárum og svoleiðis dóti. Og sígarettustubbum, það er erfitt að halda lyktinni af þeim í skefjum en ég fann loksins glerkrukkur með alveg loftþéttu loki, eftir að þær eru fullar þarf ég svo sem aldrei að opna þær aftur. Dagseturðu sígarettustubbana líka? spurði ég og hann hló, sagðist hafa reynt það til að byrja með en svo hætt því, ein krukka væri yfirleitt einn mánuður og hann merkti krukkurnar.
Ég á bráðum 200 krukkur. En ég á líka falleg söfn, eins og blómin og … ég vil að breiddin sé sem mest, ekkert ætti að vanta … skilurðu?
Já, ég skil, sagði ég, og hann varð glaðlegri. Ég hugsaði um það hvernig ég kæmi til með að segja vinum mínum frá þessari heimsókn — eins og sögu af kostulegum sérvitringi — og fjarlægðina milli þess sem ég fann til núna og hvernig mér ætti eftir að líða þegar ég sæti á kaffihúsi og uppskæri hlátur á hans kostnað. Mér fannst ég nefnilega skilja hann, að auðvitað þyrfti bæði að vera til ljótt og fallegt, án annars fyndist hitt ekki.
Stundum er það ljótasta samt það fallegasta, sagði hann síðan og klóraði sér í hausnum, fór aftur inn í herbergið við hliðina. En þá brast skilningur minn líka — á því að eitthvað ljótt gæti verið fallegt, og ég reyndi að leiða orð hans hjá mér. Ég var ekki komin svo langt að efast um að það sem mér virtist fagurt gæti verið nokkuð annað. Það ljóta var hins vegar samheiti yfir hið illa og engum gæti þótt illskan falleg, enginn sem ég þekkti að minnsta kosti. Illska var í besta falli mikilfengleg — kjarnorkusveppur á bláum himni — en alltaf ljót og óvelkomin.
Sindri kom aftur inn með nokkra skókassa í fanginu, lagði þá frá sér, tyllti einum þeirra ofan á tímaritastaflann við fætur mína og tók lokið af, alvarlegur á svipinn. Í kassanum var hrúga af beinum, hann tók upp litla ílanga hauskúpu og rétti mér. Refur, sagði hann lágt. Öll 264 beinin sem eru í líkama refs, útskýrði hann og lyfti beinunum einu af öðru, þau voru mislit, sum þeirra eldri en önnur.
En ekki öll úr sama refnum, hélt hann áfram og útskýrði hvernig þau hefðu áskotnast honum eitt í einu á löngum tíma. Kattabeinin hins vegar, hann lyfti öðrum kassa og tók lokið af, eru öll úr sama dýrinu, ég gróf hann upp í garðinum. Á sama hátt fann ég hund, hamstur, páfagauk, þröst, starra og finku. Hann sýndi mér beinin úr hundinum og opnaði síðan kassa sem geymdi minni öskjur fyrir smádýrin. Ég var orðin dálítið smeyk og sá hann fyrir mér læðast milli bakgarða í myrkri nætur og skima eftir litlum krossum sem börn hefðu sett á nýteknar grafir gæludýranna sinna.
Það er samt leiðinlegra að finna beinagrindina í heilu lagi — þó það sé oft erfitt að finna grafirnar þeirra, hélt hann áfram að útskýra, mér finnst skemmtilegast að finna bein og bein. Eins og þessi önd, hrafninn og öll 327 beinin sem eru í venjulegu hreindýri.
Hreindýr? hváði ég undrandi.
Hreindýr, hest, kú, kind auðvitað og haförn, hrossagauk, mink, lóu, sel … og svo allar fisktegundir sem finnast við strendur Íslands, en það var auðvelt. Finnst þér ég vera morbid? Ég meina það ekki þannig, þetta er alls ekki sjúklegur áhugi á dauðanum, ekkert þannig, ekki misskilja mig. Það eru bara svo mörg stykki sem þarf að safna, öll smábeinin sem þarf að finna, og svo kostar það yfirleitt ekkert. Sjáðu, sagði hann svo og opnaði eldspýtustokk. Ofan í honum lágu bein sem voru á stærð við afklipptar ungbarnsneglur. Músafóstur, hvíslaði hann og brosti.
Langar þig ekkert að raða grindunum saman? spurði ég hikandi, festa þær einhvern veginn? Svona eins og á náttúrugripasafni? Hann varð hugsi en hristi svo höfuðið.
Bíddu aðeins, sagði hann, mig langar svo til að sýna þér eitt í viðbót, en þú lofar að verða ekki hrædd? Ég lofaði að verða ekki hrædd, sem ég var. Mig langaði hálfpartinn til að komast í burtu og hitta hann aldrei framar, en svo var ég líka forvitin. Bjóst við að hann kæmi með hundsaugu í formalíni, afhoggnar loppur og svínshjarta í krukku. Hvílík saga það yrði að segja, hugsaði ég og fann ekki lengur til sektarkenndar við tilhugsunina um að hæðast að honum við vini mína. Hann kom aftur með enn eina öskjuna í fanginu, settist hjá mér og lagði höndina ofan á lokið.
Mér finnst bara, sagði hann, eins og sjónin stöðvi skynjunina. Það er svo andstyggilegt hvað við sjáum lítið af því sem er, það sem er innan í eða bak við. Eða það sem við getum ekki ímyndað okkur, við sjáum aldrei meira en það sem við erum fær um að sjá fyrir okkur. Hefur þú aldrei hugsað um þetta?
Nei, svaraði ég og hló, sá að hann varð vonsvikinn og ákvað að komast hjá því að styggja hann. En ég skil samt hvað þú meinar, laug ég.
Mig vantar alltaf eitthvað, sagði hann og leit óvenjulega lengi í augun á mér, það er stöðugt ástand, frá því ég vakna og þangað til ég sofna. Og meira að segja líka þegar mig dreymir, þá er ég að leita að einhverju sem vantar. Ef það er góður draumur finn ég það á endanum en martraðirnar ganga yfirleitt út á að það sem mig vantar er ekki til. Viltu meira kaffi? Ég hristi hausinn og sagðist bráðum þurfa að drífa mig. Í fyrsta skipti síðan ég hitti hann hvarflaði að mér að hann væri að reyna við mig, að hann vantaði kannski mig.
En hvað ætlaðirðu að sýna mér? spurði ég varlega og hann tók lokið af öskjunni, dró upp úr henni hauskúpu sem var eins og úr manneskju nema kannski aðeins minni.
Settu hnefann inn í hana, sagði hann brosandi og ég horfði bara á hann, hissa á þessari beiðni og vildi fá að vita úr hvaða dýri hún væri, hvort hún væri úr apa.
Ég segi þér það ef þú stingur hendinni inn í hana, sagði hann og ég hlýddi. Höndin á mér passaði í hauskúpuna og ég sneri henni svoleiðis að andlitið vísaði að mínu, stakk fingrunum út úr augntóftunum og spurði aftur úr hvaða dýri hún væri.
Hún er úr lítilli stelpu, fimm ára. Þú ert með höndina þar sem hún geymdi skynjunina. Allan heiminn hennar! sagði hann og ég stirðnaði upp, lagði hana aftur ofan í kassann eins hægt og ég gat.
Þú lofaðir að verða ekki hrædd, sagði hann, en nú ertu hrædd. Ég pantaði hana á netinu. Þessi hauskúpa er það dýrasta sem ég hef keypt og nú þarf ég að finna öll beinin, öll 206 – ekki vera hrædd, þú lofaðir að verða ekki hrædd!
Því oftar sem hann sagði orðið hrædd þeim mun hræddari varð ég og hlustaði ekki einu sinni á ræðuna sem hann hélt um lífið sem óþolandi flaum af óvissu, nauðsyn þess að pinna það niður eins og fiðrildi með títuprjóni, hvernig stöðug vöntun væri að drekkja honum í hlutum sem svöruðu henni aldrei. Hversu glaður hann væri að fá að deila þessu með mér, einmitt þess vegna mætti ég ekki misskilja, hann myndi aldrei gera neinum neitt illt og hefði í sjálfu sér engan áhuga á fólki.
Ég lokaði augunum og hélt fyrir eyrun, vældi að ég vildi komast út og bjóst alveg eins við að þetta yrði mitt síðasta. Að Sindri myndi úrbeina mig þar sem ég sat og pússa beinin síðan vandlega áður en hann legði þau ofan í kassa merktan nafninu mínu og dagsetningu. Ég heyrði Sindra biðja afsökunar líkt og í fjarska þegar allt fór að skjálfa og kassar og möppur að hristast úr hillunum. Hann greip um höndina á mér og þegar við hlupum í átt að dyrunum fékk ég eitthvað þungt í höfuðið og æpti. Jarðskjálftinn leið hjá og við stóðum kyrr í þögninni sem fylgdi, þorðum varla að draga andann.
Síðan sneri Sindri sér að mér og spurði hvort væri í lagi með mig, ég þreifaði á höfðinu á mér og fann kúlu en það blæddi ekki einu sinni. Það er allt í lagi, hvíslaði ég og var of ringluð til að spyrja á móti, virti fyrir mér herbergið sem var allt gengið úr skorðum. Kassarnir með beinunum höfðu oltið á hliðina og sturtast úr þeim á gólfið og sófann þar sem ég hafði setið. Mér varð hugsað til mömmu og hvað hún yrði pirruð að þurfa að taka aftur til í geymslunni og Sindri virtist líka muna eftir mömmu sinni. Hann hljóp upp stigann og það var í síðasta skipti sem ég sá hann, vegna þess að ég flýtti mér út án þess að kveðja. Þegar ég kom út á bílastæðið mætti ég manni sem var nýstiginn út úr bílnum sínum.
Fannstu skjálftann? spurði hann kátlega en ég svaraði ekki, hljóp bara í burtu frá blokkunum og blautar skóreimarnar slógust um ökklana á mér.
Vignir, vinur minn sem sat á bekk í Hljómskálagarðinum og hugsaði um að fremja sjálfsmorð þegar fyrri jarðskjálftinn kom, reyndi að hengja sig skömmu fyrir þann seinni. Sennilega um svipað leyti og ég talaði um hann við Sindra.
Hann sagði mér aldrei hvers vegna það tókst ekki en seinna sama kvöld fór hann sjálfviljugur upp á geðdeild. Læknirinn á staðnum lét samstundis leggja hann inn og nokkrum dögum seinna fór ég að heimsækja hann. Ég hafði aldrei séð neinn svona raunamæddan áður, andlitið var alveg kríthvítt og augun sokkin. Fyrir glugganum hékk ljót gul gardína með rauðum þríhyrningum og birtan í herberginu var appelsínugul, loftið staðið.
Áður en ég kvaddi sagðist ég ekki hafa skilið hvað honum leið illa og baðst afsökunar á að hafa ekkert gert til að hjálpa honum.
Svona, svona, sagði hann og síðan að sér þætti vænt um ef ég kæmi fljótt aftur í heimsókn.
Mér fannst gaman að vera sundlaugarvörður, sat einsömul efst í turni og horfði yfir laugarnar og pottana. Einbeitingin þurfti að vera í lagi og ég gætti þess að horfa aldrei of lengi í eina ákveðna átt, það skipti máli að hafa góða yfirsýn. Eins fannst mér skemmtilegt þegar fólk sem ég þekkti kom í sund og vissi ekkert að ég var að fylgjast með því. Enginn sá mig þar sem ég sat, en ef mér sýndist einhver lenda í vandræðum hringdi ég úr talstöðinni í hinn vörðinn sem hafði unnið þarna lengur, það gerðist samt bara tvisvar allt sumarið.
Maður fékk hjartaáfall. Ég var einmitt að horfa á hann þegar það gerðist, í smástund fraus ég og þó að mér virtist þessi stund vera ógnarlöng var hún örugglega bara mjög stutt. Maðurinn sat aleinn í heitasta pottinum og galopnaði munninn, lagði höndina á hjartað og rykktist til. Ég gaf verðinum boð um að fara að pottinum, svo fylgdist ég með honum draga manninn upp úr vatninu, þá hringdi ég á sjúkrabíl.
Ég hélt áfram vaktinni eins og ekkert hefði í skorist. Sundlaugargestirnir hópuðust allir kringum veika manninn og sjúkraliðana, laugarnar voru tómar, en maður vissi samt aldrei. Eitt óhapp þýddi ekki að annað gæti ekki gerst um leið. Ég man að mér þótti það merkilegt þegar yfirmaðurinn minn sagði þetta. Hver sáldrar óhöppunum? hugsaði ég.
Þegar sjúkraliðarnir voru farnir með manninn stóð vörðurinn á bakkanum og spjallaði við hóp af fólki. Augun í mér skönnuðu svæðið eins og alltaf og svo kom gamall maður út úr gufubaðinu, hann var boginn í baki og virtist mjög hrumur, skjögraði í áttina að stóru lauginni, en áður en hann náði að komast að tröppunni skall hann máttlaus fram fyrir sig, rak höfuðið í handriðið, lá svo bara og hékk hreyfingarlaus fram af bakkanum. Ég hringdi í vörðinn og pantaði annan sjúkrabíl. En nú fannst mér eins og eitthvað meira hlyti að gerast, ég bjóst við því að einhverjir myndu hrynja niður eða klípa sig í hjartað eða sökkva á miðju sundi það sem eftir væri dagsins. Ekkert gerðist samt, og ekki það sem eftir leið sumars.
Ég heimsótti Vigni eins oft og ég gat. Hann sagðist sjaldan fá heimsóknir og að hann skildi það vel, fólk væri svo hrætt við geðsjúklingana, en mér fannst hann ekki eiga að skilja það. Svo sagði ég að hann ætti ekki að sóa orku í að skilja þá sem reyndu ekki að skilja hann og fannst ég vera svolítið klár, en Vignir sagði að það væri ekki hægt að sóa orku. Ef ég á annað borð vildi tala um orku á þennan hátt þyrfti ég að vita að allt er samsett úr henni og ekki hægt að tala um sóun á henni. Það er aldrei of mikið af jákvæðri orku, sagði hann brosandi og mér fannst gaman að sjá hann brosa.
Breytingin var eins og galdur, eins og Vignir væri að birtast fyrir augunum á mér, og ég áttaði mig á að þó við hefðum verið vinir í fimm ár hafði ég aldrei þekkt Vigni. Að það sem ég þekkti var svört slæða sem huldi hann en bak við hana var kjarni sem lýsti alltaf innan í öllu þessu drungalega dapra.
Daginn sem hann var útskrifaður sótti ég hann á bíl foreldra minna og við keyrðum upp í Heiðmörk. Það var komið haust og svolítið kalt úti en logn og ég var með teppi í skottinu, viskípela og hitabrúsa með kaffi. Trén voru lauflaus, krækluðust rokbarin yfir landið og himinninn var hvítur, birtan jöfn og leiðinleg, en við minntumst ekkert á veðrið, var alveg sama eða nenntum ekki að tala um það. Hvorugt okkar hafði verið í Heiðmörk síðan við vorum krakkar, og ég var ekki einu sinni viss um hvort ég hefði nokkurn tíma farið þangað. Vignir hafði talað um einhvern helli en við reyndum ekki einu sinni að finna hann, lögðum bílnum bara við vegarkantinn og gengum eftir stíg inn í runnana, fundum klett og komum okkur fyrir undir honum.
Við sátum á teppinu og keðjureyktum, kepptumst við að gera reykhringi sem rákust saman eða leystust upp fyrir augunum á okkur og töluðum saman eins og við gerðum alltaf. Gripum hvort fram í fyrir öðru, svolítið eins og við hefðum bara mjög takmarkaðan tíma til að útskýra langa og flókna bók áður en við gleymdum henni. Svo vorum við oft ósammála og vildum ekki hleypa hinu að vegna þess að við vorum hrædd um að sannfærast, eða þannig, töluðum bæði í einu, en þá allt í einu þagnaði ég. Ekki vegna þess að ég vildi heyra hvað hann hefði að segja heldur vegna skyndilegrar tilfinningar sem var bæði hryllileg og sæt. Hún svall upp í mér og valt ósýnileg út og smitaðist á allt í kring.
Hvað er að? spurði Vignir og mér sýndist andlitið á honum bráðna af skínandi hvítri hauskúpu sem síðan bráðnaði líka, allt lak ofan í slitna kragann á hermannajakkanum hans, og þar sem ennið hafði verið sveif kringlótt auga og starði á mig með þöndu sjáaldri.
Þú ert skotin í mér, sagði hann undrandi og ég var ekkert síður hissa, en vissi samt að það var rétt. Mínútu áður hefði ég hlegið að honum. Þú getur sjálfur verið skotinn í þér! hefði ég kannski getað sagt, en ég kinkaði bara kolli.
Locating, Acquiring, Classifying, Arranging, and Preserving
translated by Christopher Burawa
In the summer of 2000 — the year I turned nineteen — there were two earthquakes in the southlands, one on June seventeenth and the other on the twenty-first. They registered 6.5 on the Richter scale, or about that, which is huge. Everyone can tell you where they were when the earth shook. People were just going about their daily routines: exiting a store or combing their hair. The stories poured out, changed and improved by themselves. Some people lied in order to make their own quake-story more incredible. How many more should have lied?
I never had to lie because both of my stories were rather good: on the seventeenth I was changing my clothes in the locker room in the basement of the Grund Old Folks Home and all of a sudden the metal lockers along the wall shook and the doors slammed wildly against each other. There was no one else around and after a moment I was convinced that this could be the end, that I might die at the Grund Old Folks Home at just eighteen years old and the thought was so absurd that I forgot all about being frightened.
From day one I felt like I wound up there because of some terrible mistake and working there for three months seemed unbearable. The department I worked in was for people in the absolute final stage of life, they lay like the dead on the beds, rigid, vacant eyes, having departed the world a long time ago. The morning rounds began with me, together with another girl, changing diapers and getting people dressed. Then pushing them out in wheelchairs to the sitting area there where they were fed baby food or porridge. Before I started working there I imagined having various duties, periods of embroidery in the rec room and candle-making or accordion dancing.
After my first shift I went home and cried my eyes out in the kitchen to mom, said I pitied the old people so much that I couldn’t do it anymore. And I felt that way every morning, like I was doing the impossible by showing up. Mom said that the job would be a good experience for me, that it was unnatural for young people to have no understanding of the elderly, the infirm, death. In the past, she said, people lived around illness on farms with the grandchildren climbing up onto the deathbed. Everyone saw the body. Think about it, maybe you will get to see a corpse!
As if that was something spectacular. I didn’t understand that perspective but accepted it as being fact — like most things mom told me — and for this reason I could barely breathe as I rode my bike to work. I was amazed how the people my own age adapted to the work as if there was nothing wrong, would take ahold of bodies like they were objects that needed to be moved around, and they didn’t even mind the smell. I could never get used to the smell. It would still be clinging to my nostrils after I came home from work, and even after I took a shower.
As I forced the plastic spoon with fish stew in between the lips of an old woman, I stared at the lines in her face, how they crossed and branched in a haphazard pattern, at the skin and how it hung from her bones in loose pleats, at the hairy birthmarks and liver spots. I stared at the glaucoma in her eyes and wondered to myself where the woman was. She was not here, I thought. This body is an empty shell, the person has gone away. And then: why was she still attached to this shell? I remembered back to my cat that was put to sleep because her kidneys gave out and then how mom went on and on about how we were not doing it any favors by keeping it alive.
So I beat myself up for having those thoughts and believed that maybe I was the only one who thought like this.
After a few days I began to learn about the residents a little, none of them spoke but one woman sometimes emitted a tiny hoarse wail and tried to get out of her wheelchair. She was the only one who was strapped down and every time a person looked in her direction she wailed and pulled at the belt that held her. She opened her eyes wide like she was constantly asking how she got there or why. Her daughter came every day to visit her and during these stretches the woman remained calm. The daughter herself was fairly old and would sit with her for quite awhile, spoke tenderly to her and probably didn’t know for sure if her mother heard her. But those moments weren’t the sum total, that wasn’t the point. Even so, I found it to be so tender that I sometimes had to lock myself in the bathroom to collect myself after I had been around them. When I wasn’t working I tried to meet up with my friends, sit in the sun at Austurvelli Park like other people, have fun on the weekends, and get to know the friends of my friends, but I was depressed and always thinking about my next shift.
After three weeks, in an instant, I made — possibly — my first ever, deliberate decision. We were walking back after having lunch at a food truck and I veered off. Went down the stairs to the floor below, found the office manager and said that I couldn’t work there another minute, not a chance. She was angry, told me to get back to my shift, I couldn’t just walk out unconditionally, but I shook my head and caved in and left.
The day after I quit at the Grund Old Folks Home my dad found me a job as a lifeguard, but I first had to take a class in first aid, and that’s where I met Sindri. I wanted a boyfriend but he didn’t seem interested, not in that way. But at the same time I was curious about him and the desperate glances that he sent my way were enough for me to entertain the possibility. He would be very grateful, I must have thought in order to reinforce my feeble interest, and I could really use the attention. I figured out almost immediately how insecure he was with himself and then those peeks he gave me, quick flashes, practically fearful glances.
His hair was black and cropped short, under his gold-brown eyes were dark circles, and his teeth were crooked as if there were way too many and his gums showed when he smiled. His head hung forward beyond his shoulders and when we would go outside he would put on his hoodie, and the hood would cast his face into shadow. I didn’t ask him how old he was but I knew he was at least ten years older than me.
We were the only ones in the class who smoked and on the breaks we went out together and chatted, he stammered on certain words. His mother had heart disease, and that’s why he was taking the class. He wanted to be able to resuscitate her while the ambulance was en route, if she had a heart attack, which I thought was very considerate of him. Everything he said was sincere, almost childlike, and perhaps I considered him to be completely sexless. I couldn’t picture him as a sexual being and decided, for this reason, that we should be friends.
During one of these cigarette breaks he told me about his collection and stopped stammering while he was doing it, becoming a proud young man who explained to me how he collected certain items that were no longer manufactured, how he classified them, and how good he was at managing how much space it took up with a little organization. I may even have thought he was a little cute, the passion that I saw glimmer in him awoke in me some kind of feeling. And following that, I asked him if he would invite me over to his house and show me the collection. His face lit up, it seemed he would never get around to answering, the words clamped tight in his throat, but he nodded his head vigorously and he blinked his eyes fast.
One friend of mine was sitting on a bench in the Hljómskáli Garden when the earthquake started, this was June 17 and around him were parents with toddlers, playground equipment, and stalls that sold helium balloons, lollypops, and brightly colored plastic toys. He was thinking about committing suicide. Imagine, it was an incredibly beautiful day, sunshine, no clouds in the sky, and there he sat contemplating suicide when the earth began to shake. He told me about how he associated the quake to himself, fearful of an angry God despite having always been an atheist, and expected that the earth would open up and he would fall into the arms of Satan down below where he lived.
Then he laughed and told this story to everyone who would listen to him. He always seemed so pleased while he spoke about his depression and because of this we never took him seriously. Never believed him completely and suspected that this talk was like when a young person collects albums or hangs up posters in order to decorate their personality and set themselves apart from others. The darkness was like a specially tailored suit that he dressed up in while a new personality emerged.
I don't know why I brought this up while we were walking together from the house where the first aid training course was being held and over to Sindri’s house. Probably because I thought a lot about that friend of mine and was worried about him. The story seemed to make Sindri uncomfortable; he became quiet and seemed edgy. He probably wasn’t used to hearing people talk about things like I did, openly and mockingly about something so serious as suicide. I chewed my lip after I saw how it affected him, asked him how he was feeling.
Um, he said and stammered for a long time, my ho-ho-home as usual, but this friend of yours, he continued, why did he want to commit suicide?
I don’t know, I said half laughing, because he is depressed but I also think that he just talks that way, I don’t know why …
Mother was just getting out of the bath when the earthquake began and slipped so that she fell and broke her wrist, said Sindri. She hit her head against the edge of the tub, was knocked out and still has a black eye, completely black.
Ow, I said and realized that he was feeling ashamed as he told me about this, almost like he had pushed her himself.
I was downstairs cleaning up after the quake, things were strewn all over the floor and I was so preoccupied, it was very difficult, you understand. That everything had been thrown all over the place and things were broken, I was in sort of like shock…so when I came up for dinner I found her, she was just lying there on the floor and at first I thought that she had had a heart attack. That’s why I signed up for this course, to know what I need to do if anything happens to my mother.
Sindri lived with his mother in one of the big apartment buildings in Sólheimar. I often noticed this building and thought it was a little sinister looking, how it stood apart and dominated everything around it. His mother owned an apartment on the ground floor and that Sindri lived in the basement seemed somehow sad. If a person had to live in such a building they might at least get one with a beautiful view. But out of Sindri’s little window you saw nothing but the parking lot and bushes off in the distance. Along the wall were shelves that ran up to the ceiling and along the shelves were stacks of boxes. The place was more like a storage room than an apartment and in order to reach the little sofa in the room I had to make my way through a narrow path, the only free space on the floor. On the side of the room I assumed was where he slept and Sindri said that he used the kitchen and bathroom in his mother’s place.
He went upstairs and made coffee and in the meantime I leafed through a magazine that was on the floor next to the sofa, read through an article about hairstyles for men from 1973. Young, earnest men with shoulder-length hair or permanents appeared to be looking at something in the distance. The papers were arranged in chronological order and if he was missing any in the collection Sindri put a neon pink post-it note between the issues: ATTN: obtain volume no. 12 for 1984. The letters were crooked and odd, like an old palsied woman had written them. He came down with the coffee, handed me a cup and went right back upstairs.
All at once I was reminded of the storage space below my parents’ townhouse, how everything had fallen on the floor after the quake and mom spent an entire day tidying up. I looked at the small things on the shelves — containers stacked one on top of the other across the floor — and saw for myself how this room must have been like a ruin.
When he came back into the room he was holding a binder full of dried flowers. All the different types of flowers that grow in Iceland, he proclaimed, and I looked at a small dried-out flower smashed behind transparent film. The species name was written below the flower in the same odd handwriting.
But it’s unbelievably beautiful to see all the types side by side, I said and saw immediately how pleased he was by my interest. When did you begin to collect flowers?
He said he began when he was very young, and the flower collection was completed long ago. Then I asked him why he collected and he answered like he had prepared himself especially for this question.
Because I enjoy the process: locating, acquiring, classifying, arranging, and preserving. He had stopped stammering entirely and was speaking in a loud voice while he edged his way through the narrow spaces, looking for something he wanted to show me, probably trying to figure out if I was having any fun.
And doing it wasn’t expensive, he said. I don’t have a lot of interest in things that cost a lot of money. One year, for example, he panted while he pulled out a box from under another one, I collected sets of microwave dishes that mother really liked. He opened the box, I looked into it and saw plastic trays that were washed and pressed neatly together so that they used up the smallest amount of space. On the trays he had written the day and time sequences of when the contents were used and for what meals.
Naturally, I am not going to show you anything I collect that is disgusting, like beard stubble, fingernail clippings, eyelashes, or that type of stuff. And cigarette stubs, it is difficult to contain their smell but I finally discovered glass jars with entirely airtight lids, and after they are full I don’t need to open them anymore. Do you put the date on the cigarette stubs, too? I asked and he laughed, said he had tried that at the beginning but stopped doing that, one jar would contain approximately one month’s worth and so he just marked the jar.
I’ll soon have 200 jars. But I also have other beautiful collections, like the flowers and … I want the widest possible scope, I don’t want to lack anything … do you understand?
Yes, I understand, I said, and he was happy. I thought about how I would talk about this visit to my friends — like a story of an adorable eccentric — and the chasm between how I felt now and what I might affect when I am sitting in a coffeehouse and enjoying their laughter at his expense. That is to say, I felt I understood him, that, of course, he needed to be with both the ugly and beautiful, that without the one the other didn’t exist.
Sometimes the ugliest things are also the most beautiful, he said then and scratched his head, and moving back to the side of the room. But that’s where my understanding failed me — at how something ugly could be beautiful, and I tried to refute his words. I hadn’t gotten so far as to realize how a thing that seemed to me beautiful could actually be something else. To me ugly was synonymous with evil and no one could imagine evil as beautiful, no one I know could, at least. Evil was, at the very best, magnificent — an atomic mushroom cloud in a blue sky — but always ugly and unwelcome.
Sindri came back in with a few shoeboxes in his arms, put them down, set one of them on top of the pile of magazines at my feet and took the lid off with a look of complete seriousness. In the box was a stack of bones, he picked up a tiny oblong skull and held it out to me. Fox, he said softly. All 264 bones that are in the body of a fox, he explained and lifted the bones up one after another. They were discolored, some of them older than others.
But not all of them from the same fox, he continued and explained how he had acquired them one by one over a long period of time. The cat bones on the other hand, he lifted up the other box and took off the lid, are all from the same animal, I dug it up in the garden. I found a dog, hamster, parakeet, thrush, starling, and finch the same way. He showed me the bones from the dog and then opened the small boxes that contained the small animals. I was becoming a little frightened and imagined him sneaking through backyards in the dark nights and searching for little crosses that children had placed on newly interred graves of their pets.
It’s not as exciting to find the skeletons completely intact — even though it is often very difficult to find their graves, he continued to explain, I think it is best to find it bone by bone. Like with this duck, the raven, and all 327 bones that are in a normal reindeer.
Reindeer? I blurted in surprise.
Reindeer, horse, cow, sheep, and, of course, sea eagle, common snipe, mink, golden plover, seal … and also all the fish species that I found on Iceland’s beaches, but that was easy. Do you think this is morbid? I don’t mean it that way, this is absolutely not a sick preoccupation with death, not in that way, don’t misunderstand me. It’s only that there are so many pieces that I have to collect, all the small bones that I need to find, and also it doesn’t cost anything overall. Look at this, he said and opened a matchbox. Inside of it lay a bone the size of a baby’s clipped fingernail. A mouse fetus, he whispered and smiled.
Have you ever wanted to arrange the skeletons together? I asked hesitantly, assemble them in some way? Like in a natural history museum? He thought about it and shook his head.
Wait a minute, he said, I want to show you one more thing, but you promise to not get scared? I promised him I wouldn’t get scared, which I was. I was of half a mind to get out of there and never see him again, but I was also curious. I could put up with him coming out with dogs’ eyes in formaldehyde, a cut-off paw or pig’s heart in a jar. What a story I could tell, I thought, and no longer felt guilty at the idea of making fun of him with my friends. He came back with yet another box in his arms, set it down by me and spread his hands over the lid.
It seems to me, he said, as if sight stops perception. It is so loathsome how little we see of what is, that which is within or behind. Either that which we cannot imagine for ourselves, or that which we are incapable of seeing for ourselves. Have you never thought about that?
No, I answered and laughed, saw that he was disappointed and I decided to avoid offending him. But even so I understand what you mean, I lied.
I was always missing something, he said, and stared for an unusually long time into my eyes. It is a constant state of being, from the time I wake up to the time I fall asleep. And even when I am dreaming, I am still looking for something that I am missing. If it’s a good dream I find it, but nightmares generally come from not finding what I am missing. Do you want more coffee? I shook my head and said that I needed to be leaving soon. From the first moment I met him it occurred to me that he was trying to come on to me, that he was missing maybe me.
But what were you about to show me? I asked cautiously and he removed the lid from the box, picked up out of it a skull that was just like a human one but perhaps a little smaller.
Put your hand into it, he said and smiled and I only stared at him, surprised at this request and wanted to know from what animal this had come, if it was from a monkey.
I’ll tell you what if you put your hand inside it, he said, and I obeyed. My hand passed into the skull and I turned it so that it faced me, stuck my fingers out of the eye sockets and asked again what animal this belonged to.
It is from a little girl, five years old. You have your hand there where she lost her sight. Her entire world! he said, and I tensed up, passed it back over the box as quickly as I could.
You promised to not get scared, he said, but now you are. I ordered it off of the Internet. This skull is the most expensive thing I have purchased and now I have to find all the bones, all 206 — don’t be scared, you promised you wouldn’t get scared!
Every time he said the word “scared” I became more frightened and did not listen even once to the speech that he began about life as an obnoxious stream of uncertainty, the necessity to stab it down like a butterfly with pins, how the incessant yearning was drowning him in things and never finding satisfaction. How glad he was to share this with me, and exactly for this reason I should not misunderstand him, he never imagined doing anything evil and had, personally, no interest in people.
I closed my eyes and covered my ears, whined that I wanted to leave and expected this to be my end. That Sindri intended to debone me there where I sat and then polish the bones thoroughly before he laid them inside a box and marked it with my name and the date. I heard Sindri give something like an apology off in the distance before everything shook and the boxes and binders fell from the shelves. He grabbed my hand and when we were running in the direction of the door I felt something heavy hit me on my head and I screamed. The earthquake passed and we stood still in the silence that accompanied it, with barely the courage to take a breath.
Then Sindri turned to me and asked if I was okay; I felt my head and a bump but it wasn’t bleeding. It’s alright, I whispered and was too confused to ask him the same, contemplating in front of me the room that was all in disarray. The boxes with bones had tipped over onto their sides and poured out onto the floor and the sofa where they had been stacked. I thought about my mom and how upset she would be at having to tidy up the storage area again and Sindri seemed to also be thinking about his mother. He ran up the stairs and that was the last time I ever saw him, because I hurried out of there without saying goodbye. When I got out to the parking lot I encountered a man who was just getting out of his car.
Did you feel the quake? he asked comically but I didn’t answer him, only ran away from the apartment building as my wet shoelaces slapped against my ankles.
Vignir, my friend who sat on the bench at Hljómskáli Garden and contemplated committing suicide when the first earthquake happened, tried to hang himself a short time before the second one. Probably around the exact time I had told Sindri about him.
He never told me why the second time failed but later that same evening he went voluntarily to the psychiatric ward. The doctor admitted him for observation and a few days later I went to visit him. I had never seen anyone so disturbed before; his face was completely flour-white and his eyes sunken. Ugly gold curtains with red triangles hung inside the windows and the light in the room was orange-gold, the air stagnant.
Just before I left I told him I hadn’t understood how much he was suffering and apologized that I hadn’t done anything to help him.
There, there, he said, and since I was fond of him I promised I would visit him again soon.
I enjoyed being a lifeguard, sat all by myself high on a tower and looked over the swimming pool and the hot tubs. My concentration had to be good and for this reason I could never look too long in any one direction; it mattered having a good range of view. I used to think it was fun when people I knew came to the pool and did not know that I was observing them. No one noticed me where I sat, and if I saw someone in distress I would call on the walky-talky over to the other guard who had worked there longer. That happened only twice all summer.
A man had a heart attack. I was looking at him at that very moment when it happened, for a moment I froze and even though it seemed like a long time had passed it was definitely only a few seconds. The man was sitting all alone in the hottest hot tub and with his mouth wide open, laid his hand over his heart and jerked. I alerted the guard to get over to the hot tub, watched him drag the man up out of the water, then called an ambulance.
I continued my shift like nothing had happened. The swimming pool patrons were congregating all around the sick man and an assistant nurse. The swimming pool was empty, but a person never knows. One accident doesn’t mean another one can’t happen. I remember considering that peculiar when my boss said that. Who peppers accidents? I thought.
When the assistant nurse was gone with the man, the other guard stood along the edge and chatted with a group of people. My eyes scanned the area as usual and then an old man came out of the sauna. He was bowed at the back and seemed very fragile, staggering in the direction of the big pool, but before he got near the steps he fell, weak, hit his head on the railing, just laid there and hung motionless over the edge. I called over to the guard and requested another ambulance. But now it seemed to me as if something else should happen, I felt like people would be collapsing or clutching their hearts or going down in the middle of the pool for the rest of the day. Nothing happened, and nothing did for the rest of the summer.
I visited Vignir as often as I could. He said he rarely had visitors and that he could understand that — people were frightened of psychos — but I felt that he shouldn’t have to understand. So I told him that he shouldn’t have to waste energy in understanding those who do not try to understand him and I thought I was being quite clever, but Vignir said that it was impossible to waste energy. If I had another perspective, I wouldn’t talk about energy in that manner, that I would know that everything is an amalgamation of energy and so it is impossible to speak about wasting it. There is never too much positive energy, he said, smiling, and it was nice to see him smile, even though I knew he was being ironic.
The change was like magic, as if Vignir was appearing before my eyes, and I understood that even though we had been friends for five years that I had never known Vignir. That whatever I thought I knew was behind a black veil that hid him and that behind it was an essence that shone always from inside in all that gloomy sadness.
The day he was released from observation, I picked him up in my parents’ car and we drove up to Heiðmörk. Autumn had just begun and it was a little cold outside but calm, and I brought along a blanket in the trunk, a whiskey flask, and a hot thermos of coffee. The trees were leafless, wind-beaten shapes across the landscape, and the sky was white, the glare equal to the monotony, but we didn’t mention anything about the weather, it didn’t matter or we didn’t feel like talking about it. Neither of us had been to Heiðmörk since we were kids, and I wasn’t actually sure if I had ever been there. Vignir spoke about some cave but we never tried even once to find it, just left the car alongside the roadside and walked along the path into the growth, found a cliff and went down to its base.
We sat on the blanket and chain-smoked, competed at making smoke rings that collided or curled back into our eyes and talked like we do all the time. Interrupting each other constantly, a little like we had only a very limited amount of time to interpret a long book before we would forget about it. Occasionally we didn’t see eye to eye but we didn’t pursue it because we were nervous about being convinced by the other, or something we already talked over, but then all at once I became quiet. Not because I wanted to hear what he had to say but instead because of a sudden feeling that was both horrible and sweet. It swelled up in me and poured invisibly out and affected everything all around me.
What’s wrong? asked Vignir and I saw the pallor melt away off of his shiny skull, everything just dripped down the worn-out collar of his military surplus jacket, and there where his forehead had been floated a round eye staring at me with a wide open pupil.
You have a thing for me, he said in surprise, and I was surprised, too, but knew all the same that it was true. I think I might have laughed at him earlier. You have a thing for yourself! I might have replied, but now I just nodded my head.
about the author